
Fimm andófsmenn í Hong Kong dæmdir í fangelsi
Þetta er fyrsti fangelsisdómurinn yfir Lai, sem er 73 ára gamall og hefur beitt fjölmiðlum sínum til að berjast fyrir lýðræði og sjálfstæði Hong Kong um áratuga skeið. Hann var upphaflega dæmdur fyrir að skipuleggja og hvetja til fjölmennustu mótmæla í sögu borgarinnar, sem skipuleggjendur fullyrða að um 1,7 milljónir manna hafi tekið þátt í.
Martin Lee, 82 ára lögmaður og stundum kallaður „faðir lýðræðisins“ í Hong Kong var einnig í hópi hinna sakfelldu, en hann var á sínum tíma fenginn til þess af yfirvöldum í Peking að aðstoða við gerð eins konar stjórnarskrár fyrir Hong Kong, sem nú er aðeins sjálfsstjórnarhérað að nafninu til.
Margaret Ng, 73 ára lögmaður og fyrrverandi þingkona stjórnarandstöðunnar, var líka í hópi sakfelldra. Þau Lee og Ng voru bæði dæmd til fangelsisvistar, en dómur þeirra er skilorðsbundinn, rétt eins og 12 mánaða fangelsisdómurinn yfir fyrrverandi stjórnarandstöðuþingmanninum Albert Ho.