Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Filippus prins borinn til grafar í dag

Mynd: EPA-EFE / BRITISH MINISTRY OF DEFENCE
Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar, var minnst víða um heim í dag en útför hans fór fram frá kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala síðdegis. Vegna heimsfaraldursins var útförin fámennari en ella og fjölskyldumeðlimir sátu með bil sín á milli. Fjöldi fólks kom þó saman í nágrenni kastalans til þess að minnast prinsins og votta virðingu sína.

Filippus lést 99 ára að aldri og hafði verið giftur Elísabetu í yfir 70 ára. Þau Elísabet eignuðust fjögur börn, þau Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir