Múte B. Egede nýr formaður landsstjórnar Grænlands

16.04.2021 - 21:53
Myndir af Múte B. Egede, leiðtoga Inuit Ataqatigiit flokksins á Grænlandi.
 Mynd: Inuit Ataqatigiit
Múte B. Egede verður formaður landsstjórnar Grænlands eða forsætisráðherra. Tilkynnt var í Nuuk í kvöld að ný stjórn hefði verið mynduð. Inuit Ataqatigiit eða IA, sem er lengst til vinstri í grænlenskum stjórnmálum, og miðjuflokkurinn Naleraq mynda nýju stjórnina, sem hefur nauman meirihluta á þingi, 16 af 31 sæti. Hægriflokkurinn Atassut ætlar að styðja stjórnina en tekur ekki sæti í henni.

Engin námuvinnsla í Hvannarfjalli

Múte Bourup Egede, formaður IA, var ótvíræður sigurvegari þingkosninganna sem fram fóru 6. apríl en þá fékk IA 12 þingsæti. Naleraq fékk fjögur sæti og formaður flokksins, Hans Enoksen, verður þingforseti. Samkvæmt málefnasamningi verður ekkert af vinnslu sjaldgæfra málma í Hvannarfjalli á Suður-Grænlandi en vinnsla úrans hefði fylgt námugreftri þar og IA lagðist eindregið gegn því.

Yngsti leiðtogi Grænlands

Þetta verður aðeins í annað skipti sem IA fer með forystu í landsstjórn Grænlands frá því landið fékk takmarkaða stjórnin eigin mála 1979. Múte B. Egede, sem 34 ára verður yngsti landsstjórnarformaður í sögu landsins.