Mörg særð eftir skotárás í Indianapolis

epaselect epa07616942 Police officials take off their hazmat suits at the scene of a mass shooting at the Virginia Beach Municipal Center in Virginia Beach, Virginia, USA, early 01 June 2019. According to police reports, at least 12 people were killed and four others were injured when a gunman opened fire on co-workers at a municipal building before being shot and killed by responding police officers.  EPA-EFE/CAITLIN PENNA
Skotárásir eru algengar í Bandaríkjunum. Þessi mynd er tekin á vettvangi einnar slíkrar í Virginia Beach, þar sem starfsmaður borgarinnar myrti 12 manns á vinnustað sínum sumarið 2019. Mynd: epa
Nokkur fjöldi fólks varð fyrir skoti þegar karlmaður hóf skothríð við starfsstöð Fedex-flutningafyrirtækisins nærri flugvellinum í Indianapolis, fjölmennustu borg Indianaríkis, í gærkvöld. Lögregla hefur ekki upplýst um fjölda þeirra sem særðust umfram það að þau hafi verið nokkur. Hin sáru voru flutt á sjúkrahús, en ekki hefur komið fram hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Fjölmiðlar vestra hafa eftir talskonu lögreglu að lögreglumenn á vettvangi telji árásarmanninn hafa svipt sig lífi.

Nær 40.000 manns deyja af völdum skotsára á ári hverju í Bandaríkjunum. Um eða yfir helmingur þessara dauðsfalla eru sjálfsvíg. Fyrr í þessum mánuði boðaði Joe Biden sex tilskipanir og reglugerðir sem miða að því að draga úr byssuofbeldi í landinu.

Repúblikanar á þingi brugðust við skjótt og fordæmdu þessa fyrirætlan forsetans, sem leiðtogi þeirra í öldungadeild þingsins, Kevin McCarthy, segir ganga lengra en stjórnarskráin leyfi.