Móðir árásarmanns hafði varað við honum

16.04.2021 - 21:39
epa09139713 Indianapolis police guard the entrance to a FedEx facilty where a gunman had opened fire, in Indianpolis, Indiana, USA, 16 April 2021. According to police, a gunman has killed at least eight people before shooting himself at a FedEx facility in Indianapolis. Several other people were injured and remained in critical condition in local hospitals.  EPA-EFE/MARK LYONS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Árásarmaðurinn sem varð átta að bana í Indianapolis í gær var nítján ára piltur sem lögregla yfirheyrði í fyrra eftir ábendingu frá móður hans. Þá var byssa í hans eigu gerð upptæk. Móðir piltsins sagði fyrir ári að hún óttaðist um son sinn, að hann myndi reyna að gera eitthvað svo að lögregla yrði honum að bana.

Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. Yfir hundrað starfsmenn voru að störfum í starfsstöð Fedex flutningafyrirtækisins nærri flugvellinum í Indianapolis í Bandaríkjunum í gær þegar pilturinn lét til skarar skríða. Sjálfur vann árásarmaðurinn í starfsstöðinni þar til í fyrra. Auk þeirra átta sem létust í árásinni særðust sjö. Lögregla hefur unnið að því í dag að rannsaka vettvanginn og bera kennsl á hin látnu. Að sögn lögreglu er talið að árásarmaðurinn hafi skotið sig skömmu eftir að hann skaut fólkið.

Alríkislögreglan bandaríska yfirheyrði piltinn í fyrra og gerði haglabyssu upptæka. Sú yfirheyrsla og munir sem fundust í herbergi piltsins urðu til þess að hann lagður inn á geðdeild um skeið. Móðirinn hafði lýst áhyggjum sínum af því að hann myndi reyna það sem stundum hefur verið nefnt sjálfsmorð fyrir hendi lögreglu. Pilturinn hefur nokkrum sinnum komið við sögu lögreglu, fyrst árið 2013. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV