Merkel búin að fá fyrri sprautuna af Astrazeneca

16.04.2021 - 15:54
epa09138823 German Chancellor Angela Merkel speaks during a session of the German parliament Bundestag in Berlin, Germany, 16 April 2021. The German parliament consults about a change of the Protection against Infection Act(Infektionsschutzgesetz). With the changes discussed, the federal government shall be granted with more power regarding the enforcement of Coronavirus measures in the federal states.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Angela Merkel Kanslari Þýskalands fékk fyrri sprautuna bóluefni Astrazeneca í dag. Merkel segir að þriðja bylgjan standi enn yfir þar í landi og ástandið sé grafalvarlegt.

Angela Merkel hélt tölu fyrir þinginu í dag og biðlaði til þingmanna að samþykkja nýtt frumvarp. Verði það að lögum skuldbindur það leiðtoga sambandsríkjanna sextán til þess að setja á harðar sóttvarnareglur og útgöngubann nái smit ákveðnum fjölda. Merkel sagði ástandið grafalvarlegt og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Tvo daga í röð hafa yfir 30 þúsund greinst með smit og dauðsföllum fer fjölgandi. Merkel sagði starfsfólk á gjörgæsludeildum hafa óskað eftir aðstoð. Hver erum við ef við látum sem við heyrum ekki þessi neyðarköll? spurði Merkel. Hún vill taka í bremsuna þegar í stað, þingmenn sem eru hlynntir frumvarpinu taki undir það og segja að það sé of seint að bíða til miðvikudags, en þá stendur til að greiða atkvæði um frumvarpið.

Talsmaður Merkel tilkynnti á Twitter í dag að hún hefði fengið fyrri sprautuna. Merkel fékk bóluefnið frá AstraZeneca, sem styr hefur staðið um síðustu vikur. Merkel sem er 66 ára beið eins og aðrir þar til að henni kom í röðinni að fá bólusetningu en í Þýskalandi fá aðeins þau sem eru eldri 60 ára bóluefnið frá AstraZeneca.