Harður árekstur á Bústaðavegi

16.04.2021 - 18:57
Mynd með færslu
 Mynd: Andri Yrkill Valsson - RÚV
Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Bústaðavegi á brúnni yfir Kringlumýrarbraut nú á sjöunda tímanum.

Samkvæmt varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu óku bílarnir saman og voru að koma út sitt hvorri áttinni. Annar bílanna var á beygjuakrein og ók í veg fyrir hinn. Einn var í hvorum bíl og var annar þeirra fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsli ökumanna voru ekki talin lífshættuleg en þeir kvörtuðu undan eimslum. 

Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi að hreinsa olíu og koma bílunum í burtu.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV