Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Edduverðlaunum frestað fram á haust

Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaugur Starri Gylfason - RÚV/Landinn

Edduverðlaunum frestað fram á haust

16.04.2021 - 05:54

Höfundar

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, hefur ákveðið að fresta afhendingu Edduverðlaunanna fram á haustið, í von um að þá verði hægt að blása til hefðbundinnar Eddu-hátíðar með pompi og prakt og fjölda gesta.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍKSA sendi frá sér í gærkvöld. Nánari upplýsingar um útfærslu verðlaunahátíðarinnar og tilheyrandi sjónvarpsútsendingu verða gefnar þegar nær dregur.

Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar 26. mars. Meðlimir akademíunnar geta kosið sína kandídata frá 27. apríl til 4. maí, en niðurstöður kosninganna verða ekki kunngjörðar fyrr en á verðlaunahátíðinni, segir í tilkynningu akademíunnar.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Tilnefningar til Edduverðlauna 2021