Brown skoraði 40 stig í stórleik næturinnar

Boston Celtics' Jaylen Brown, left, shoots a basket against Toronto Raptors' Pascal Siakam during the first half of an NBA conference semifinal playoff basketball game Friday, Sept. 11, 2020, in Lake Buena Vista, Fla. (AP Photo/Mark J. Terrill)
 Mynd: AP

Brown skoraði 40 stig í stórleik næturinnar

16.04.2021 - 10:04
Boston Celtics mætti Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Jaylen Brown var allt í öllu í liði Boston.

Brown skoraði 40 stig, hitti úr sautján af tuttugu skotum, og tók að auki níu fráköst. Boston var með frumkvæðið nær allan leikinn en Lakers hleypti smá spennu í lokakaflann. Boston vann þó með átta stiga mun, 121-113, og var þetta fimmti sigurleikur Boston í röð. 

Stephen Curry var öflugur í liði Golden State Warriors í gær er Golden State lagði Cleveland Cavaliers að velli, 119-109. Curry skoraði 33 stig og var þetta níundi leikur hans í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira.

Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 120-109. Þar var Jrue Holiday stigahæstur Milwaukee með 23 stig en Giannis Antetokounmpo var aftur kominn í lið Milwaukee eftir meiðsli og skoraði 15 stig. 

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:
LA Lakers 113-121 Boston
Atlanta 109-120 Milwaukee
Cleveland 101-119 Golden State
Phoenix 122-114 Sacramento