Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

AC/DC - Highway to Hell

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

AC/DC - Highway to Hell

16.04.2021 - 17:41

Höfundar

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Highway to Hell, sjötta breiðskífa AC/DC og ein af þeirra bestu. 

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.   

Highway to Hell er sjötta breiðskífa AC/DC, kom út 27. Júlí 1979 og er síðasta plata hljómsveitarinnar sem söngvarinn Bon Scott syngur á, en hann lést 19. febrúar 1980 aðeins 33 ára gamall. Hann lést úr afengiseitrun í bíl vinar síns í London. 

Árið 1978 var AC/DC búin að gefa út 5 stórar plötur og hljómsveitin búin að túra um Ástralíu og Evrópu aftur og aftur. 1977 fór sveitin í fyrsta sinn til Ameríku og gekk ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki fengið neina spilun í útvarpi og platan sem kom 1976; Dirty Deeds Done Dirt Cheap kom ekki einu sinni út í Ameríku. Plötufyrtækið Atlantic hafnaði henni, vildi ekki gefa hana út í Ameríku. 

Og þegar kom að því að taka upp næstu plötu krafðist plötufyrirtækið þess að hljómsveitin myndi vinna með nýjum upptökustjóra sem gæti hjalpað sveitinni að gera útvarpsvænni músík. Plötufyrirtækið Atlantic vildi koma tónlist AC/DC í útvarpið. Hljómsveitin var langt í frá hrifin af þessari hugmynd vegna þess að allar plötur AC/DC til þessa höfðu þeir strákarnir gert með George Young, eldri bróður þeirra gítraleikaranna í bandinu, Angusar og Malcolms Young, og félaga hans Harry Vanda. Þeir tveir áttu stóran þátt í sándi hljómsveitarinnar og þeim bræðrum sérstaklega fannst þeir vera að svíkja stóra bróður sinn og Harry Vanda með því að leita annað eftir upptökustjóra auk þess sem þeir voru meira en sáttir við sándið á plötunum sínum og þeir litu eiginlega á George eins og sjötta meðlim sveitarinnar. 

Atlantic vildi að Eddie Kramer stjórnaði upptökum á plötunni en hann hafði verið upptökumaður með Jimi Hendrix á sínum tíma og líka tekið upp með Led Zeppelin og Kiss. Kramer hitti bandið í hljóðveri í Miami í Florida en það kom fljótt í ljós að það samstarf myndi ekki ganga – þeim í hljómsveitinni leist ekkert á hann og fannst hann tala niður til þeirra, en þeir voru samt eitthvað að reyna að taka upp með honum í nokkrar vikur áður en þeir létu hann fjúka. 

Og þá kom til sögunnar ungur maður sem var fæddur og alinn upp í Zambíu, Robert John "Mutt" Lange. Hann hafði svosem ekki gert margt merkilegt á þeim tíma en þó unnið með Boomtown Rats og hljómsveitunum Clover, City Boy, og Graham Parker.  

Mutt kom og tók upp með hljómsveitinni Highway to Hell og hafði mikið um að það að segja hvernig hún hljómar. Hljómsveitin fann fljótt að hún gat treyst þessum gaur og samstarfið gekk vel. Hann kenndi þeim hitt og þetta og hjálpaði þeim að verða betra band. Þeir tóku plötuna upp í Roundhouse Studios í Chalk Farm í London og voru þrjá mánuði að því sem var mikil breyting frá því sem þeir þekktu vegna þess að þeir höfðu aldrei verið lengur í hljóðveri að taka upp plötu en 3 vikur.
Og þegar AC/DC gerði svo næstu plötu á eftir, fyrstu plötuna með nýja söngvaranum; Brian Johnson; árið eftir, var Mutt Lange með þar líka. Hann á mikið í Back in Black eins og Highway to Hell. 

Vintage Caravan - Can´t get you out of my head
AC/DC - Highway to hell (plata þáttarins)
Steve Ray Vaughan - Texas Flood
Etta James - Breakin Up Somebody´s home
Rolling Stones - Sway
VINUR ÞÁTTARINS 
Mick Taylor - Broken hands
Thy Catafalgue - Piros-sárga
SÍMATÍMI
Deep Purple - Speed king
Mánar - Söngur Satans (óskalag)
Vintage Caravan - Hell
Peeping Tom - We´re not alone (óskalag)
AC/DC - Girls got rhythm (plata þáttarins)
Jet Black Joe - Fuzz (óskalag)
Dire Straits - Industrial disease (óskalag)
Red Line - State of love and trust
Ask the Slave - Wounded knee
Ten Years After - I´m going home (óskalag)
Iron Maiden - Alexander the great
Mick Jagger & Dave Grohl - Eazy sleazy
Kælan Mikla - Sólstöður
Smith/Kotzen - Taking my chances
AC/DC - Shot down in flames (plata þáttarins)
Soul Asylum - Runaway train
The Beatles - Hard day´s night
The Rolling Stones - I just want to make love to you
Chuck Berry - Roll over Beethoven
Albert Collins - I ain´t drunk 
AC/DC - If you wan´t blood (You´ve got it) (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Popptónlist

Judas Priest - British Steel

Popptónlist

Deep Purple - Machine Head

Popptónlist

Kristín Jónsdóttir - King Gizzard og Jethro Tull

Popptónlist

Brynhildur Guðjóns - Aerosmith og Iron Maiden