Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Talibanar segjast hafa unnið stríðið

15.04.2021 - 12:35
epa03003064 (FILE) A file picture dated 07 October 2008 shows Taliban spokesman Zabiullah Mujahid talking with a journalist in the mountains of Afghanistan volatile Helmand province, a hotbed of Taliban militants. Reports state on 14 November 2011 that Zabiullah Mujahid, a prominent Afghan Taliban figure and their spokesman may have been captured by the Afghan and NATO-led coalition forces during an operation in Paktika province of Afghanistan.  EPA/STRINGER
Liðsmenn Talibana í Afganistan. Mynd: EPA - EPA FILE
Leiðtogi Talibana segir að þeir hafi unnið stríðið í Afganistan og Bandaríkin hafi tapað. Bandaríkin og Atlandshafsbandalagið hafa tilkynnt að herlið þeirra fari frá Afganistan á næstu mánuðum.

Utanríkis- og varnarmálaráðherrar allra 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í gær að draga allt herlið sitt frá Afganistan. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af tilkynningu Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, um að hann ætlaði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan 1. maí og ljúka honum í síðasta lagi 11. september, réttum 20 árum eftir árásina á Tvíburaturnana í New York.

Óttast að Talibanar sæti færis

Fréttamenn BBC í Afganistan ræddu við Haji Hekmat, leiðtoga Talibana í Balkh-héraði. Hann sagði að Talíbanar hefðu unnið stríðið og Bandaríkin tapað. Margir óttast að Talibanir sæti færis og reyni að ná völdum aftur í landinu þegar herlið Vesturlanda hverfa frá. Frá því að Bandaríkin og Talibanar undirrituðu friðarsamkomulag í lok febrúar í fyrra hafa Talibanar dregið úr árásum á erlend herlið en haldið áfram í átökum við afgönsk stjórnvöld. Að því er fram kemur í frétt BBC virðist Haji Hekmat hafa verið mikið í mun um að sýna fréttamönnum jákvæða mynd af hreyfingunni, til dæmis með heimsókn í skóla þar sem stúlkur voru við nám. Þegar Talibanar voru við völd frá 1996 til 2001 máttu stúlkur ekki ganga í skóla og konur máttu ekki vinna úti.

epa09135802 Secretary General of the Transatlantic Alliance NATO Jens Stoltenberg during a joint press conference at NATO's headquarters in Brussels, Belgium, 14 April 2021, following a meeting after the United States announced the withdrawal of all its troops from the Afghanistan by September 11. US Secretary of State Antony Blinken said that the moment has come to withdraw troops from Afghanistan and that Washington would work with NATO allies on a 'coordinated' pull-out. NATO allies agreed to start withdrawing of their forces from Afghanistan by May 1.  EPA-EFE/KENZO TRIBOUILLARD / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Danir kalla herlið sitt heim

Um 100.000 bandarískir hermenn voru í Afganistan þegar mest lét. Í dag eru þar um 10.000 erlendir hermenn frá 36 löndum. Á fundi með fréttamönnum í Danmörku í gær tilkynntu Jeppe Kofod utanríkisráðherra og Trine Bramsen að Danir hygðust kalla heim sitt herlið sem er í Afganistan, bæði á vegum Nato og annað herlið. Bramsen upplýsti að dönsku hermennirnir í Afganistan væru nú 135 talsins.