Oddný Harðardóttir leiðir Samfylkingu í Suðurkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Samfylkingin
Oddný Harðardóttir þingmaður, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra fer fyrir lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Framboðslistinn fyrir alþingiskosningarnar 25. september var samþykktur með miklum meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöld.

Í öðru sæti listans verður Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og þriðja sætið skipar Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg. 

Inger Erla Thomsen stjórnmálafræðinemi er í fjórða sæti formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ Friðjón Einarsson, er í fimmta sæti listans. Eysteinn Eyjólfsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja og fyrrverandi útsölustjóri ÁTVR, skipar heiðurssæti á listanum. 

Suðurkjördæmi hefur á tíu þingsætum að skipa á Alþingi, þar af er eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið var myndað með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003.