Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Flautukarfa frá Doncic tryggði Mavericks sigur

epa07982465 New York Knicks center Bobby Portis (R) tries to block a shot against Dallas Mavericks guard Luka Doncic (L) of Slovenia in the first half of the NBA basketball game between the New York Knicks and the Dallas Mavericks at the American Airlines Center in Dallas, Texas, USA, 08 November 2019.  EPA-EFE/LARRY W. SMITH  SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA

Flautukarfa frá Doncic tryggði Mavericks sigur

15.04.2021 - 08:48
Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies áttust við í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Slóveninn Luka Doncic tryggði Mavericks sigurinn á lokaandartaki leiksins.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var Memphis þremur stigum yfir í hálfleik, 60-57. Memphis var áfram með forystu fyrir lokafjórðunginn og var tveimur stigum yfir þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka, 113-111. Luka Doncic fékk þá boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða, hann hitti körfuna og nældi í þrjú stig fyrir Dallas og tryggði þeim sigurinn, lokatölur 113-114 fyrir Dallas. 

Doncic var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, tók fimm fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hjá Memphis var Grayson Allen stigahæstur með 23 stig, tvær stoðsendingar og fjögur fráköst.

Dallas er einu sæti ofar en Memphis í Vesturdeildinni, Dalls er í 7. sætinu með 30 sigra en Memphis í 8. með 27 sigra. 
 

Tólf leikir voru spilaðir í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslit næturinnar hér að neðan

Chicago Bulls 106-115 Or­lando Magic
Detroit Pist­ons 98-100 Los Ang­eles Clip­p­ers
New Or­le­ans Pelicans 106-116 New York Knicks
Hou­st­on Rockets 124-132 Indi­ana Pacers
Okla­homa City Thund­er 109-147 Gold­en State Warri­ors
Memp­his Grizzlies 113-114 Dallas Mavericks
Den­ver Nug­gets 123-106 Miami Heat
Sacra­mento Kings 111-123 Washingt­on Wiz­ards
Toronto Raptors 117-112 San Ant­onio Spurs
Char­lotte Hornets 90-103 Cleve­land Ca­valiers
Phila­delp­hia 76ers 123-117 Brook­lyn Nets
Minnesota Timberwol­ves 105-130 Milwaukee Bucks