Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Elsta górilla í heimi orðin 64 ára

14.04.2021 - 21:41
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot úr myndbandi EBU
Górillan Fatou fagnaði í gær sextíu og fjögurra ára afmæli sínu. Talið er að hún sé elsta górilla í heimi en meðalaldur górilla er á milli fjörutíu og fimmtíu ár.

Hún fæddist í Vestur-Afríku árið 1957 og var villt fyrstu tvö árin. Árið 1959 var flogið með hana til Frakklands og þaðan var hún flutt í dýragarðinn í Berlín í Þýskalandi þar sem hún hefur verið síðan. Fatou var boðið upp á ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins og tók hraustlega til matar síns. 
 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir