Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ungmenni með „molotov-kokteila“ við skóla

13.04.2021 - 06:53
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Tilkynnt var um hóp af ungmennum með „molotov“ kokteila, eða bensínsprengjur, við skóla í Hafnarfirði um klukkan tíu í gærkvöld. Hópurinn tvístraðist þegar lögregla kom á vettvang en sjá mátti glerbrot og ýmis ummerki á staðnum. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Skömmu fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu á Reykjavíkurflugvelli eftir að nefhjól á eins hreyfils flugvél brotnaði við lendingu. Í færslu lögreglu kemur fram að engan hafi sakað.

Þá voru tveir einstaklingar handteknir um klukkan þrjú í nótt fyrir nytjastuld á ökutæki. Auk þess var ökumaðurinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. „Er þetta í annað skiptið síðustu tvo sólarhringa sem þessi sami einstaklingur er handtekinn fyrir nytjastuld,“ segir í dagbókinni.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV