Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bretar ná tilsettu bólusetningarmarkmiði

13.04.2021 - 03:53
epa09124268 A medical worker prepares a dose of vaccine Vaxzevria (previously COVID-19 Vaccine AstraZeneca) during the vaccination of health care workers at the Hospital Center in Sarajevo, Bosnia and Herzegovina, 09 April 2021. The hospital received 160 doses of the vaccine for the vaccination of health workers in the hospital.  EPA-EFE/FEHIM DEMIR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gærkvöld að markmiði stjórnvalda um að allir yfir fimmtugu verði bólusettir gegn COVID-19 fyrir miðjan mánuðinn sé náð. AFP fréttastofan greinir frá.

Auk þeirra verður búið að bólusetja alla með undirliggjandi viðkvæma sjúkdóma og fólk í umönnunarstörfum. Markmið stjórnvalda var að þessu yrði lokið fyrir 15. apríl, og Johnson lýsti því yfir að því verði náð á tilsettum tíma.

Barir, verslanir, líkamsræktarstöðvar og önnur þjónusta hófu starfsemi sína í Bretlandi í morgun eftir þriggja mánaða lokun vegna faraldursins. Bretar eru bjartsýnir á að ekki þurfi að grípa til víðtækra lokana aftur.