Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu

13.04.2021 - 04:34
epa07692734 Colorful sun umbrellas can be seen on the Mexican side through the wall and the barbwires delimiting the border between the US and Mexico stretches into the Pacific Ocean next to San Diego, California, USA, 02 July 2019 (03 July 2019). On the Mexican side people are enjoying the beach up to against the wall when on the US side there is strict delimitation of a no man's land on an empty beach. Located in the International Friendship Park, it used to be a binational where the gate between the two countries would open on Mexican holiday 'Children's day' (2013, 2015 and 16) during which children and adults from pre-selected families divided by the border are allowed to meet and embrace briefly. However, the new San Diego Border Patrol Sector chief Rodney Scott announced in April of 2018 that the door opening event would no longer be allowed to take place, the doors are then shut since November 2017.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 

Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hefur átt í miklum vandræðum með að ráða við þann fjölda sem flýr örbirgð og ofbeldi í Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Biden hét því þegar hann tók við embætti að beita mannúðlegri aðferðum við landamærin, en fólksfjöldinn hefur valdið því að flóttamannaskýli eru yfirfull og aðstæður þeirra bágar. 
Nú hefur stjórn Bidens gripið til sama ráðs og forveri hans Donald Trump, og biðlað til stjórnvalda syðra um að senda heri sína til landamæragæslu.