Tottenham rannsakar kynþáttaníð í garð Son

epa09129240 Tottenham's Son Heung-min (L) in action against Manchester United's Marcus Rashford (C) during the English Premier League match between Tottenham Hotspur and Manchester United in London, Britain, 11 April 2021.  EPA-EFE/Matthew Childs / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Tottenham rannsakar kynþáttaníð í garð Son

12.04.2021 - 18:00
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham ætlar að hefja rannsókn á kynþáttaníði í garð Suður-Kóreumannsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik Tottenham og Manchester City mátti Son sæta árásum á samfélagsmiðlum en þetta er önnur helgin í röð sem leikmaður félagsins lendir í slíku.

Kólumbíumaðurinn Davinson Sanchez fékk ótal skilaboð sem innihéldu kynþáttahatur eftir 2-2 jafntefli gegn Newcastle síðustu helgi. 

Í leiknum gegn Manchester United í gær var svo mark dæmt af United með VAR-dómi sem sýndi að Scott McTominay hefði rekið höndina í andlit Son í aðdragandum. Son skoraði svo fyrsta mark leiksins en United endaði á að vinna 3-1. 

„Annar leikdagur og aftur lendir einn af leikmönnum okkar í viðurstyggilegu kynþáttaníði,“ segir í yfirlýsingu sem Tottenham sendi frá sér í dag. 

„Við munum, ásamt ensku úrvalsdeildinni, rannsaka málið til hlítar og leita bestu leiða til að ákvarða næstu skref,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.