Táknmálstúlkaðar fréttir: Búist við tilslökunum

12.04.2021 - 18:51
Búist er við að slakað verði á sóttvarnatakmörkunum í lok vikunnar. Gert er ráð fyrir að nýtt minnisblað sóttvarnalæknis verði til umræðu á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.

Verslanir, hárgreiðslustofur og barir voru meðal fjölmargra þjónustufyrirtækja sem hófu á ný starfsemi í Bretlandi í morgun eftir þriggja mánaða lokun. Bretar vonast nú til að faraldurinn sé á enda þar í landi.

Skerðing þjónustu blasir við á Hrafnistu eftir uppsagnir vegna rekstrarerfiðleika. Forstjóri hjúkrunarheimilanna segir stöðuna óhugnanlega og sér fram á hundruð milljóna hallarekstur.

Ítrekuð skemmdarverk hafa verið unnin á mannvirkjum í Kjarnaskógi, sunnan Akureyrar í vetur. Starfsmaður í skóginum, sem oft hefur þurft að skerast í leikinn, segir nóg komið.  

Ólíklegt er að ferðaþjónustufyrirtæki hafi tök á að bjóða Íslendingum jafn góð tilboð á ferðalögum innanlands og síðasta sumar. Ferðaþjónustan vonar að stjórnvöld gefi landsmönnum aðra ferðaávísun, en ekki liggur fyrir hvort af því verður. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV