Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Eyþóra missir af EM

epa05924131 Eythora Thorsdottir of the Netherlands performs on the floor during the 2017 Artistic Gymnastics European Championships at the Polivalenta Sports Hall in Cluj-Napoca, Romania, 23 April 2017. Thorsdottir won the bronze medal.  EPA/MIRCEA ROSCA
 Mynd: EPA

Eyþóra missir af EM

12.04.2021 - 15:44
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir mun ekki keppa á EM í fimleikum 21. - 25. apríl í Basel. Hún segist þó stefna ótrauð á að komast á Ólympíuleikana.

Eyþóra keppir undir merkjum Hollands en á þó íslenska foreldra. Hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro 2016 með góðum árangri þar sem hún fór meðal annars í úrslit í liðakeppni með hollenska liðinu.

Eyþóra segir á facebook síðu sinni í dag að vegna minniháttar ökklameiðsla muni hún ekki geta keppt á EM í áhaldafimleikum í Basel síðar í apríl. Hún stefni þó á keppni í forkeppni Ólympíuleikanna síðar í vor og vonast til að tryggja sig endanlega inn á leikana í Tókýó í sumar þar.

RÚV mun sýna beint frá EM í fimleikum dagana 23. - 25. apríl. Átta íslenskir keppendur voru valdir í mars til að keppa á EM. Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson.

Tengdar fréttir

Fimleikar

Eyþóra fékk silfur fyrir gólfæfingar

Fimleikar

Eyþóra valin í EM-hóp Hollands

Fimleikar

Eyþóra efnilegasti íþróttamaður Hollands

Ólympíuleikar

Irina og Eyþóra báðar ánægðar með kvöldið