Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Tvö smit greindust utan sóttkvíar í gær

11.04.2021 - 10:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, bæði utan sóttkvíar. Eitt smit greindist á landamærunum. Óljóst er hvort smitin sem greindust utan sóttkvíar tengjast. Rakning stendur yfir og því gæti það skýrst þegar líður á daginn. Þá á raðgreining eftir að leiða í ljós af hvaða afbrigði smitin voru.

Ekki liggur fyrir hversu mörg sýni voru tekin í gær. 

Lægsta nýgengið hér og í Portúgal

Nýgengi innanlandssmita hér er með því lægsta sem gerist í Evrópu, á föstudag, þegar tölulegar upplýsingar voru síðast uppfærðar á vefnum covid.is var það 20,7, þá er átt við fjölda smita á hverja 100.000 íbúa, síðustu 14 daga. Nú er ekkert land grænt og einungis Ísland og Portúgal teljast ljós appelsínugul á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu, það þýðir að nýgengi er á bilinu 20-59 á hverja 100.000 íbúa. Önnur lönd í álfunni eru dekkri, nýgengið víðast yfir 240 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa og sums staðar yfir 940. 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV