Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Matsuyama á toppnum fyrir lokahringinn

epa09128038 Patrons react after Hideki Matsuyama of Japan chips back to the green after hitting well past on the eighteenth hole during the third round of the 2021 Masters Tournament at the Augusta National Golf Club in Augusta, Georgia, USA, 10 April 2021. The 2021 Masters Tournament is held 08 April through 11 April 2021.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Matsuyama á toppnum fyrir lokahringinn

11.04.2021 - 09:25
Það voru miklar sviptingar á stöðu efstu manna eftir þriðja hringinn á Mastersmótinu í golfi í gærkvöld. Japaninn Hideki Matsuyama var í miklu stuði og hann komst á toppinn.

Matsuyama lék hringinn í gær á sjö höggum undir pari og var í sérflokki á þriðja hringnum. Hann fór rólega af stað, paraði fyrstu sex holurnar, fékk fugl á sjöundu og tvö pör til viðbótar. Á seinni níu færðist hann hratt um skortöfluna. Matsuyama fékk fugl á 11. og 12., örn á 15. og tvo fugla til viðbótar á 16. og 17. holu. Hann byrjaði hringinn á -4 samanlagt en er nú kominn á -11 og er með fjögurra högga forystu.

Englendingurinn Justin Rose, sem var í forystu eftir fyrstu tvo hringina, lék þriðja hringinn á parinu líkt og hann gerði á öðrum hringnum. Hann er því enn á sjö höggum undir pari líkt og eftir fyrsta keppnisdaginn og er í 2. sætinu en aðrir sem eru jafnir Rose á sjö undir pari eru Xander Schauffele, Marc Leishman og Will Zalatoris. 

Fyrir lokahringinn hefur enginn af þessum efstu fimm fagnað sigri á Mastersmótinu. Matsuyama, Schauffele, Leishman og Zalatoris hafa aldrei unnið risamót en Justin Rose vann Opna bandaríska risamótið árið 2013.