Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fern BAFTA-verðlaun til Nomadland

epa09129682 A handout photo made available by the BAFTA shows director Chloe Zhao accepting the award for best 'Film' for 'Nomadland'  during the 74th annual British Academy Film Award at the Royal Albert Hall in London, Britain, 11 April 2021. The ceremony is hosted by the British Academy of Film and Television Arts (BAFTA).  EPA-EFE/BAFTA / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BAFTA

Fern BAFTA-verðlaun til Nomadland

11.04.2021 - 22:52

Höfundar

Kvikmyndin Nomadland var valin sú besta á BAFTA-verðlaununum sem afhent voru í Lundúnum í kvöld. Chloe Zhao hlaut einnig verðlaun fyrir leikstjórn sína á myndinni, Frances McDormand var valin besta leikkonan og auk þess hlaut myndin verðlaun fyrir kvikmyndatöku.

Anthony Hopkins hlaut fjórðu BAFTA-verðlaunin sín á ferlinum fyrir leik í aðalhlutverki kvikmyndarinnar The Father. Handrit myndarinnar þótti einnig það besta sem aðlagað var að hvíta tjaldinu úr öðrum miðli. Besta upprunalega handritið þótti vera að bresku kvikmyndinni Promising Young Woman, sem einnig var valin besta breska kvikmyndin þetta árið.

Danska kvikmyndin Druk var valin besta myndin á öðru tungumáli en ensku, My Octopus Teacher hreppti hnossið meðal heimildamynda og teiknimyndin Soul hlaut tvenn verðlaun, sem besta teiknimyndin og fyrir bestu kvikmyndatónlist.

Tónlistarmyndin Sound of Metal hlaut einnig tvenn verðlaun, fyrir klippingu og hljóðmynd.