Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Erna Sóley bætti Íslandsmet Ásdísar

Mynd með færslu
 Mynd: Kristófer Þorgrímsson - FRÍ

Erna Sóley bætti Íslandsmet Ásdísar

11.04.2021 - 09:37
Erna Sóley Gunnarsdóttir setti í gær Íslandsmet í kúluvarpi kvenna utanhúss. Hún bætti um leið Íslandsmet Ásdísar Hjálmsdóttir í greininni.

Erna Sóley varpaði kúlunni 16,72 metra en fyrra met Ásdísar var 16,53 metrar.

Íslandsmet Ernu Sóleyja er einnig aldursflokkamet í 20-22 ára flokki en Erna á nú Íslandsmet í kúluvarpi utanhúss og innanhúss.