Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Cameron í kröppum dansi

11.04.2021 - 21:27
epa08178436 (FILE) -  British Prime Minister David Cameron delivers a keynote speech of Britain's relationship with Europe at the Bloomberg offices in London, Britain, 23 January 2013. (reissued 30 January 2020) After a process that lasted over 3 years, Britain's withdrawal from the EU is set for midnight CET on 31 January 2020.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA-EFE - EPA
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.

Forsætisráðherrann fyrrverandi viðurkenndi fyrr í dag að í ljósi fyrri stöðu hans hefði hann átt að leita stuðnings við hið gjaldþrota Greensill eftir formlegum leiðum.

Það sérhæfði sig í að veita  skammtímalán til fyrirtækja og þótti viðskiptalíkan þess bæði flókið og ógegnsætt. Cameron áréttaði þó að hann hann hefði ekki brotið lög eða samskiptareglur.

Tilraunir hann hefðu heldur ekki skilað neinum ávinningi en ætlunin var að fá stuðning gegnum aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. „Það er mikilvægt að læra af þessu,“ segir í yfirlýsingu Camerons.

Gjaldþrot Greensill í síðasta mánuði olli uppnámi á mörkuðum enda 50 þúsund störf í húfi. Hátt hlutfall þeirra tengist stálframleiðsluveldi bresk-indverska auðjöfursins Sanjeev Gupta.

Fjármálaráðherrann Rishi Sunak er einnig sakaður um að hafa brotið starfsreglur ráðherra með því að leita leiða til að liðsinna Cameron og Greensill.