Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Tuttugu handtekin í COVID-mótmælum í Helsinki

epa08334291 A banner at the Three Smiths Statue reads 'Stay Strong' in Helsinki, Finland, 31 March 2020. According to the Johns Hopkins University, Finland has registered at least 1,418 COVID-19 cases, the disease caused by the novel coronavirus SARS-CoV-2.  EPA-EFE/KIMMO BRANDT
 Mynd: epa
Nokkur hundruð mótmæltu sóttvarnaraðgerðum finnskra stjórnvalda í miðborg Helsinki höfuðborgar Finnlands í dag. Um tuttugu voru handtekin eftir að hafa neitað að hverfa á brott en ekki hafði fengist leyfi fyrir mótmælunum.

Ekki mega fleiri en sex koma saman í borginni vegna sóttvarnarreglna yfirvalda. Þar til um miðjan febrúar hafði Finnum gengið vel að hafa hemil á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins en þá tók tilfellum að fjölga.

Í kjölfarið var gripið til strangari reglna en gilt höfðu fram að því sem leiddu meðal annars af sér lokun veitingastaða. Fyrr í apríl hættu stjórnvöld við að leggja fram lög sem áttu að heimila harðar samkomutakmarkanir í nokkrum hlutum landsins. Talið var að þau færu svig við önnur lög og því var hætt við lagasetninguna.