Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sektaðir fyrir að fara út að borða í trássi við reglur

10.04.2021 - 14:22
epa08459923 A waiter wearing a protective face mask  serves people in  'Cafe de Flore' in the Latin Quarter district as bars and restaurants reopen in Paris, France, 02 June 2020. France reopens its bars and restaurants after two months of nationwide restrictions due to the coronavirus outbreak.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Myndin er tekin á kaffihúsi í París í júní 2020.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir hundrað veitingahúsagestir í París voru sektaðir seint í gær fyrir að snæða á leynilegum veitingastað og brjóta þannig gegn sóttvarnareglum sem eru í gildi í Frakklandi. Umsjónarmenn veitingahússins voru handteknir. 

Slíkir veitingastaðir, sem hafa verið opnir efnuðu fólki, hafa verið meðal helstu fréttaefna í Frakklandi undanfarna viku. Nokkrir ráðherrar hafa í fréttum verið sagðir hafa verið meðal gesta þeirra. Bæði veitingahús og kaffihús hafa verið lokuð sitjandi gestum í Frakklandi undanfarna fimm mánuði.  

AFP fréttastofan greinir frá því að í myndefni frá sjónvarpsstöðinni M6 úr leynilegri myndavél á einum leynilegum stað hafi sést að hvorki starfsfólkið né gestir voru með grímur. Gestirnir hafi þar snætt kavíar og drukkið kampavín með fyrir 220 evrur, jafnvirði rúmlega 33 þúsund íslenskra króna. 
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV