Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er talið að hún hafi opnast um klukkan þrjú í nótt. Hún er á milli þeirra tveggja sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt miðvikudags.

Sprungurnar fjórar sem hafa nú opnast eru allar inni á því svæði sem sérfræðingar telja vera hættusvæði. Á korti sem Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Almannavarnir gáfu út í gær er búið að afmarka talsvert stórt svæði við gosstöðvarnar í Geldingadölum sem talið er hættusvæði. Þar eru mestar líkur á að fleiri gossprungur opnist án fyrirvara með tilheyrandi skyndilegu hraunflæði.

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands