Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum

10.04.2021 - 15:38
Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson / Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Óhætt er að fullyrða að náttúran sýnir ægikrafta sína og fegurð í eldgosinu enda hefur fjöldi fólks lagt leið sína að því frá því það braust út 19. mars síðastliðinn.

Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum áætlar að um 200 manns séu við nýju sprunguna sem opnaðist í nótt, allir vel klæddir og búnir til útvistar.

Hann tók meðfylgjandi myndband fyrr í dag en fullkomnar aðstæður voru þá til að sjá nýju sprunguna. Jóhann Bjarni segir magnaða upplifun að vera við gosstöðvarnar og ótrúlegt hve nærri sprungunni er hægt að komast.