Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hættustig á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Atli Magnússon - RÚV
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í dag eftir að flugmaður einkaþotu tilkynnti um bilun í lendingabúnaði eftir flugtak. Í ljós kom að nefhjól þotunnar hafði skekkst.

Vísir greindi fyrstur frá en mikill viðbúnaður var á flugvellinum þegar þotunni var lent. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfesti í samtali við Vísi að engan hefði sakað en þotan hringsólaði um stunt til að eyða eldsneyti hennar.

Lendingin tókst giftusamlega en rannsóknarnefnd samgönguslysa mun nú rannsaka atvikið.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV