Gas gæti hafa safnast upp við gosstöðvarnar í nótt

Myndir teknar við gosstöðvarnar í Geldingadölum þann 31. mars 2021.
 Mynd: Guðmundur Atli Pétursson - RÚV
Búast má við gasmengun víða á Reykjanesskaga fyrir hádegi í dag. Einnig má búast við því að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar í nótt.

Þegar líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að sögn Veðurstofunnar. Þá leggst hún möguleg yfir höfuðborgarsvæðið og Þorlákshöfn.