Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Judas Priest - British Steel

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Judas Priest - British Steel

09.04.2021 - 18:33

Höfundar

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er British Steel, sjötta hljóðversplata Judas Priest sem kom út 14. Apríl 1980. 

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.  

Judas Priest er þungarokkshljómsveit sem varð til í Birmingham á Englandi árið 1969 og er enn starfandi. Sveitin hefur selt meira en 50 milljónir platna á ferlinum og er ein af risasveitum breska þungarokksins. Fyrstu árin voru hljómsveitinni erfið en svo sló Judas Priest í gegn með British Steel 1980. 

Platan þótti aðgengilegri en það sem hafði komið út með sveitinni árin á undan og Rob Halford söngvari sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að hugsanlega hafi þeir verið undir áhrifum frá AC/DC þegar þeir gerðu plötuna, en þeir fóru með AC/DC í tónleikaferð um Evrópu sem uppthitunarnúmer skömmu áður en platan var tekin upp í desember ´79, í Tittenhurst park, heimahljóðveri bítilsins Ringo Starr. 

Sveitin gerði allskyns tilraunir með óhefðbundin hljóð á plötunni. Það heyrist td. í glamri í hnífapörum, billiard kjuðum og mjólkurflöskum að brotna. 

Lögin Breaking the Law, United, og Living After Midnight voru öll gefin út á smáskífum. 

Platan fékk yfirleitt góða dóma. Allmusic gaf henni fullt hús, fimm stjörnur af fimm mögulegum og Rolling Stones og BBC Music gáfu líka góða dóma. Og árið 2017 setti Rolling Stone saman lista yfir bestu metal-plötur sögunnar og hún lenti þá í þriðja sæti.  

British Steel náði 4. Sæti breska vinsældalistans á sínum tíma og 34. sæti í Bandaríkjunum. 

Molda - Ymur jörð
Judas Priest - Breaking the law (plata þáttarins)
Blue Stones - Spirit
Rush - Finding my way
Greta Van Fleet - Broken bells
VINUR ÞÁTTTARINS
Spooky Tooth - That was only yesterday
SÍMATÍMI
Judas Priest - Rapid fire (plata þáttarins)
OMAM - Destroyer
King Crimson - One more red nightmare (óskalag)
Green Day - Basket case (óskalag)
The Gaslight Anthem - The 59 sound
Bruce Springsteen - My love will not let you down
Dropkick Murphys - Queen of Suffolk county
Jimi Hendrix - All along the watchtower (óskalag)
Queen - Keep yourself alive (A)
Queen - Son and daughter (B)
Iggy & Stooges - Raw power
Rush - Stick it out (óskalag)
Gary Numan - Saints and liars
Big Thief - Off you
Lost - Þjóðlegt en ekki fróðlegt (óskalag)
Swizz - Garún (óskalag)
Judas Priest - United (plata þáttarins)
Iron Maiden - No more lies
Deep Purple - Nothing at all
David Bowie - Cat people
The Strokes - Last night (Broadway 2003)
Judas Priest - Living after midnight (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Popptónlist

Deep Purple - Machine Head

Popptónlist

Kristín Jónsdóttir - King Gizzard og Jethro Tull

Popptónlist

Brynhildur Guðjóns - Aerosmith og Iron Maiden

Popptónlist

Ari Eldjárn - Kiss og Metallica