Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar

epa09123941 (FILE) - Britain's Prince Philip, Duke of Edinburgh leaves the new headquarters of New Scotland Yard, Central London, Britain, 13 July 2017  (reissued 09 April 2021. According to the Buckingham Palace, Prince Philip has died aged 99.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu forsetans og að samúðarkveðjan sé einnig ætluð allri bresku konungsfjölskyldunni auk íbúa Sameinaða konungsveldisins og Samveldisins.

Þar rifjar Guðni einnig upp að hertoginn hafi fylgt drottningu í opinbera heimsókn til Íslands árið 1990 og árið 1964 kom hann í heimsókn til Íslands fyrir hönd þeirra hjóna.

Filippus lést í Windsor-kastala í morgun. Hann var 99 ára en hefði orðið 100 ára í júní. Hann giftist Elísabetu 1947, fimm árum áður en hún varð drottning.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV