Filippus prins látinn

Mynd með færslu
 Mynd:

Filippus prins látinn

09.04.2021 - 11:11

Höfundar

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, er látinn, 99 ára að aldri. Hann hefur glímt við erfið veikindi að undanförnu en fékk hægt andlát í Windsor kastala í morgun. Hann var giftur Elísabetu í yfir 70 ár.

Fram kemur á vef Sky að fáir hafi þjónað bresku krúnunni jafn lengi og hann. Hann ferðaðist með eiginkonu sinni og studdi hana í embætti og þrátt fyrir háan aldur var hann yfirleitt við góða heilsu. Ekki liggur fyrir hvenær Filippus verður borinn til grafar. Hann hætti að sinna opinberum embættisskyldum árið 2017.

Hann og Elísabet eignuðust fjögur börn, þau Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. Hann var þekktur fyrir ansi sterkar skoðanir og barðist fyrir því á seinni helmingi síðustu aldar að færa konungsfjölskylduna úr gamla tímanum og meira í ætt við nýja tíma.

Hann kom að ýmsum góðgerðasamtökum í áranna rás sem sneru meðal annars að náttúruvernd, vísindum og heilbrigði barna. Hann hafði verið hjartveikur undanfarin ár en var útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan síðasta mánuð eftir að hafa legið inni í tæpan mánuð eftir hjartaaðgerð.

Kon­ungs­fjöl­skyld­an sam­ein­ast fólki um all­an heim í sorg sinni, seg­ir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni.