Útisigrar allsráðandi í Evrópudeildinni

epa09123042 Manchester's striker Marcus Rashford (L) celebrates after scoring the 0-1 goal during the UEFA Europa League quarterfinal first leg soccer match between Granada CF and Manchester United held at Nuevo Los Carmenes stadium in Granada, southern Spain, 08 April 2021.  EPA-EFE/MIGUEL ANGEL MOLINA
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Útisigrar allsráðandi í Evrópudeildinni

08.04.2021 - 20:54
Manchester United, Roma og Villareal unnu sína leiki þegar fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta fóru fram í kvöld. Arsenal og Slavia Prag skildu jöfn.

Fjórir leikir voru á dagskránni í kvöld. Manchester fór til Granada á Spáni og vann þar 2-0 sigur. Marcus Rashford skoraði fyrra mark leiksins á 31. mínútu og Bruno Fernandes innsiglaði sigurinn úr víti í uppbótartíma.

Villareal sótti Dinamo Zagreb heim til Króatíu og vann með einu marki gegn engu. Gerard Moreno skoraði eina markið á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Í Amsterdam skildu Ajax og Roma jöfn, 1-1. Davy Klaassen kom Ajax yfir á 39. mínútu en Lorenzo Pellegrini jafnaði á þeirri 57. Roger Ibanez skoraði svo sigurmark Rómverja á 87. mínútu.

Arsenal tók á móti Slavia Prag og varð að bíða lengi eftir mörkum. Nicolas Pepe kom Arsenal yfir á 86. mínútu en á 3. mínútu uppbótartíma jafnaði Tomas Holes fyrir Slavia og 1-1 fór..

Síðari leikir liðanna í 8-liða úrslitum fara fram eftir viku.