Tyrkir kenna ESB um stólaklúðrið

epa09118484 A handout photo made available by Turkish President Press Office shows, Turkish President Recep Tayyip Erdogan (C), EU Council President Charles Michel (L) and President of EU Commission Ursula Von der Leyen (R) pose before their meeting at the Presidential Place in Ankara, Turkey, 06 April 2021.  EPA-EFE/PRESIDENTAL PRESS OFFICE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - HO
Utanríkisráðherra Tyrklands lýsti því yfir í dag að uppröðun sæta á fundi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Charles Michel, forseta leiðtogaráðs sambandsins með Erdogan Tyrklandsforseta á þriðjudag hafi verið samkvæmt tilmælum frá sambandinu.

Myndband af byrjun fundarins, sem fór fram á skrifstofu Tyrklandsforsta í Ankara, hefur vaktið athygli en þar sést að aðeins hafði tveimur stólum verið stillt upp, með fána ESB og Tyrklands á milli, og á þá settust karlarnir. Von der Leyen ræskti sig og lyfti upp höndum til að vekja athygli á því að henni hefði ekki verið boðið sæti. Síðar var henni vísað til sætis í sófa á móti utanríkisráðherra Tyrklands.

Ráðherrann, Mevlut Cavusuglu, sagði í dag að gagnrýni á Tyrki fyrir uppákomuna væri ósanngjörn. „Uppröðun sæta var í samræmi við tillögur Evrópusambandsins, punktur. Við myndum ekki vera að ljóstra upp um þetta ef ekki væri fyrir ásakanir á hendur okkur,“ sagði ráðherrann við blaðamenn í dag. 

Myndbandinu var deilt víða á samfélagsmiðlum í dag. Fyrst segja Tyrkir sig frá Istanbúl-sáttmálanum (samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi) og skilja svo forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir án sæti í opinberri heimsókn, skrifar spænski þingmaðurinn Iratxe Garcia Perez í færslu á Twitter. 

Fólk hefur líka spurt þeirrar spurningar á samfélagsmiðlum hvers vegna Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, hafi verið svona fljótur að setjast og ekki hugsað út í það hvar von der Leyen myndi setjast. Hann lýsti því yfir í dag að þegar hann hafi sest hafi ekki vitað af því að ekki væri sæti fyrir von der Leyen en að mistökin skrifist alfarið á skipuleggjendur í Tyrklandi. 

Samband Tyrkja og ESB hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu vegna mannréttindabrota í Tyrklandi. Haldinn var blaðamannafundur eftir leiðtogafundinn og þar kom fram í máli von der Leyen að hún hafi átt langar og áhugaverðar samræður við Erdogan um réttindi kvenna.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir