
Óeirðir í Belfast sjötta kvöldið í röð
Þau Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdu bæði ofbeldið í gær.
Disgraceful. @Kscott_94 trust you are ok and the bullies behind this are brought to justice.
There is no justification for violence. It is wrong and should stop. https://t.co/UHhgCalOqR
— Arlene Foster #WeWillMeetAgain (@DUPleader) April 7, 2021
This is not protest. This is vandalism and attempted murder. These actions do not represent unionism or loyalism. They are an embarrassment to Northern Ireland and only serve to take the focus off the real law breakers in Sinn Fein.
My thoughts are with the bus driver. https://t.co/2JRcOb6s8C— Arlene Foster #WeWillMeetAgain (@DUPleader) April 7, 2021
Johnson sagðist verulega áhyggjufullur, sérstaklega vegna ofbeldisins í garð lögreglumanna sem gæti almennings og fyrirtækja, árása á bílstjóra strætisvagna og árásarinnar á blaðamann. Þá sagði hann samtal vera einu leiðina til að leysa ágreining, ekki ofbeldi eða glæpi.
I am deeply concerned by the scenes of violence in Northern Ireland, especially attacks on PSNI who are protecting the public and businesses, attacks on a bus driver and the assault of a journalist. The way to resolve differences is through dialogue, not violence or criminality.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) April 7, 2021
Írski forsætisráðherrann Micheal Martin kallaði eftir því að leiðtogar Írlands, Norður-Írlands og Bretlands sameini krafta sína til þess að binda enda á ofbeldið.
I utterly condemn the violent attacks on police, a journalist, and bus driver over recent days in The North.
Now is the time for the two Governments and leaders on all sides to work together to defuse tensions and restore calm.
— Micheál Martin (@MichealMartinTD) April 7, 2021
Samkoma sambandssinna var auglýst á samfélagsmiðlum í gær. Tugir dökkklæddra ungmenna komu saman klukkan fimm síðdegis, og fylgdust fleiri með álengdar. Einhver ungmennanna kveiktu eld á miðjum veginum á meðan aðrir söfnuðu saman grjóti og bjuggu til bensínsprengjur áður en ráðist var á strætisvagninn. Ungmenni úr hverfi þjóðernissinna höfðu fylgst með auglýsingum sambandssinna á samfélagsmiðlum. Þeir mættu á staðinn og köstuðu gróti og flöskum í áttina að hverfi sambandssinna. Lögregla aðskildi hópana með því að leggja jeppum sínum á milli þeirra.
Mikil ólæti hafa verið í borgum Norður-Írlands síðan á föstudag í síðustu viku. Ákvörðun yfirvalda um að ákæra ekki leiðtoga Sinn Fein fyrir að mæta í fjölmenna útför hefur vakið mikla reiði meðal sambandssinna. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn lýsti reiði sinni vegna ákvörðunarinnar, og sagði Foster, leiðtogi flokksins, að þetta sýndi að aðrar reglur giltu fyrir flokksmenn Sinn Fein en aðra íbúa Norður-Írlands sem hafa misst ástvini í faraldrinum.
Kveða Brexit ýfa öldurnar
Guardian segir aðra kenna Brexit um megna óánægju fólks. Dómsmálaráðherra Norður-Írlands, Naomi Long, segir rangindi Boris Johnson vegna landamæraeftirlits af völdum Brexit hafa kynt undir reiðiölduna.
Sendiherra Evrópusambandsins í Bretlandi sagði í viðtali við Guardian fyrr í vikunni að hann skildi viðkvæma stöðu Norður-Írlands. Hann sagði ESB ákveðið í að leita uppbyggilegra leiða til að kljást við vandamálin, en þær verði að vera innan þeirra marka sem samþykkt voru fyrir ekki svo löngu síðan.