Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kristín Ragna færir börnum landsins sögu að gjöf

Mynd: - / Einkasafn

Kristín Ragna færir börnum landsins sögu að gjöf

08.04.2021 - 11:43

Höfundar

IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Kristín Ragna Gunnarsdóttir skrifað skemmtilega smásögu fyrir þetta tilefni, Svartholið. 

Á hverju ári á degi barnabókarinnar er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari, las upp smásöguna Svarthol í útvarpsþættinum Segðu mér á Rás 1. Hún hefur skrifað tíu bækur fyrir börn og er meðhöfundur þriggja bóka. Auk þess hefur hún myndlýst ótal bækur og hannað bókatengda myndrefla, frímerki og sýningar.

Námsgagnaveitan 123skoli hefur útbúið fjölbreyttan verkefnapakka fyrir söguna sem hentar ólíkum aldurshópum.

Hugsjón IBBY samtakanna er sú að barnabókmenntir geti stuðlað að auknu umburðarlyndi. Þeir sem lesa eða hlusta á sömu söguna eiga upp frá lestrinum eitthvað sameiginlegt. Með því að leyfa öllum grunnskólanemum landsins að hlusta samtímis á söguna stíga fjörutíu þúsund nemendur inn í sama heim á sama tíma.

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Sögugjöf á degi barnabókarinnar

Bókmenntir

Pissupása Ævars í stærstu sögustund landsins

Bókmenntir

Gunnar Helgason les fyrir 40.000 skólabörn