Hraunrennslið hefur aukist um helming

Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.

Vísindamenn eru búnir að skoða jarðefnafræði nyrsta gígsins og staðfesta að þar kemur upp sama kvika og er í Geldingadölum.

Ítarlega er fjallað um eldgosið á vef Jarðvísindastofnunar. Þar kemur meðal annars fram að flatarmál hraunsins hefur um það bil tvöfaldast síðustu tvo sólarhringa.