Biles gæti haldið áfram eftir ÓL í Tókýó

epa07915476 Simone Biles of USA competes in the Vault women's Final at the FIG Artistic Gymnastics World Championships in Stuttgart, Germany, 12 October 2019.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
 Mynd: EPA

Biles gæti haldið áfram eftir ÓL í Tókýó

08.04.2021 - 14:53
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur gefið það í skyn að hún kunni að halda ferlinum áfram að loknum Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Áður hefur hún sagt skýrt að hún muni hætta eftir leikana í Tókýó.

Haft er eftir Biles á vef breska ríkisútvarpsins BBC að mögulegt sé að hún muni mæta líka til leiks á Ólympíuleikana í París 2024. Biles sem er aðeins 24 ára var ein af stjörnum leikanna í Ríó de Janeiro 2016 og hefur unnið 25 verðlaun á heimsmeistaramótum í fimleikum.

„Í augnablikinu einbeiti ég mér bara að Ólympíuleikunum [í Tókýó],“ er haft eftir Biles. Þjálfarar hennar, Laurent Landi og Cecile Canqueteau-Landi, eru franskir og Ólympíuleikarnir 2024 verða í París. „Ég veit ekki lengur hvað ég geri eftir Tókýó leikana. Cecile og Laurent eru frá París og þau hafa verið að höfða til samvisku minnar að keppa jafnvel á leikunum í París. En aðal takmark mitt núna er að standa mig vel á 2021 Ólympíuleikunum,“ sagði Biles.

Þá segist Biles bjartsýn á að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Tókýó í sumar þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn. Hún hefur þó ekki enn verið bólusett gegn kórónuveirunni en hlakki til þess. 

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Biles tekur ár í viðbót og hættir svo

Fimleikar

Biles stóð á höndum og klæddi sig úr buxunum

Ólympíuleikar

Biles reiknar með erfiðri bið eftir ÓL 2021

Fimleikar

Biles heldur áfram að skrifa söguna