Lyfjastofnun Evrópu. Mynd: EPA-EFE - ANP

Tilkynna um niðurstöður rannsókna á AstraZeneca í dag
07.04.2021 - 10:52
Lyfjastofnun Evrópu ætlar í dag klukkan 14:00, að íslenskum tíma, að halda upplýsingafund og tilkynna um niðurstöður rannsóknar á mögulegum tengslum bóluefnis AstraZeneca við COVID-19 og blóðtappa. Komið hafa upp nokkur tilfelli þar sem nýlega bólusett fólk hefur fengið blóðtappa.
Í mars hættu ríki víða í Evrópu tímabundið að bólusetja með efninu. Yfirmaður bóluefna hjá stofnuninni lýsti því yfir í gær að tengslin væru skýr, en slíkt hefur ekki verið staðfest í nafni Lyfjastofnunarinnar sjálfrar.
Hér á landi stendur til að hefja bólusetningu fyrir fólk fætt frá 1949 til 1951 á fimmtudag, með bóluefninu. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis í gær hafði ekki verið tilkynnt um breytingar þar á. Vel sé fylgst með þróun mála.