Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Tilkynna um niðurstöður rannsókna á AstraZeneca í dag

epa07999125 The name and logo of European Medicines Agency (EMA) is seen in their new building in Amsterdam, The Netherlands, 15 November 2019. As a result of the 'Brexit', the EMA was relocated to the Netherlands and officially changed its seat from London to Amsterdam on 30 March 2019. The European Medecines Agency's main task is the 'evaluation and supervision of medicinal products'.  EPA-EFE/LEX VAN LIESHOUT
Lyfjastofnun Evrópu. Mynd: EPA-EFE - ANP
Lyfjastofnun Evrópu ætlar í dag klukkan 14:00, að íslenskum tíma, að halda upplýsingafund og tilkynna um niðurstöður rannsóknar á mögulegum tengslum bóluefnis AstraZeneca við COVID-19 og blóðtappa. Komið hafa upp nokkur tilfelli þar sem nýlega bólusett fólk hefur fengið blóðtappa.

Í mars hættu ríki víða í Evrópu tímabundið að bólusetja með efninu. Yfirmaður bóluefna hjá stofnuninni lýsti því yfir í gær að tengslin væru skýr, en slíkt hefur ekki verið staðfest í nafni Lyfjastofnunarinnar sjálfrar. 

Hér á landi stendur til að hefja bólusetningu fyrir fólk fætt frá 1949 til 1951 á fimmtudag, með bóluefninu. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis í gær hafði ekki verið tilkynnt um breytingar þar á. Vel sé fylgst með þróun mála.