Mikilvægur sigur Juventus og Inter færist nær titlinum

epa09120843 Juventus? Cristiano Ronaldo (L) celebrates after scoring the 1-0 goal during the Italian Serie A soccer match Juventus FC vs SSC Napoli at the Allianz Stadium in Turin, Italy, 07 April 2021  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA

Mikilvægur sigur Juventus og Inter færist nær titlinum

07.04.2021 - 19:14
Inter náði aftur ellefu stiga forskoti á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld og Juventus vann mikilvægan sigur á Napoli í baráttu liðanna um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Juventus og Napoli voru fyrir leikinn í Tórínó jöfn að stigum í 4. og 5. sæti en aðeins fjögur efstu sætin veita þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Því var mikið undir í leiknum en Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir í fyrri hálfleik. 

Paulo Dybala bætti við öðru marki í seinni hálfleik en Lorenzo Insigne minnkaði muninn undir lokin og Juventus vann 2-1. Juve fór með sigrinum upp í 3. sætið. 

Inter jók forskot sitt á toppnum aftur í ellefu stig með 2-1 sigri á Sassuolo. Romelu Lukaku og Lautaro Martinez komu Inter í 2-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn seint í leiknum með marki Hamed Traore. Inter er efst með 71 stig en AC Milan í öðru sæti með 60 stig þegar níu umferðir eru eftir af Seríu A..