Kvöldfréttir: Kæru Þórólfs vísað frá

07.04.2021 - 18:45
Úrskurður héraðsdóms um að óhemilt sé að þvinga fólk til dvalar í sóttvarnahúsi stendur, eftir að Landsréttur vísaði málinu frá í dag.

Niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu um að bóluefni AstraZeneca geti valdið blóðtappa mun ekki hafa áhrif á notkun lyfsins hér á landi. 

Um fjögur þúsund mættu í bólusetningu í Laugardalshöll í dag og á Akureyri fengu yfir tvö þúsund manns sprautuna. Fólk líkti bólusetningunni við fermingu og jól.

Enn ein gossprungan opnaðist rétt eftir miðnætti í nótt á milli Geldingadala og sprungnanna sem opnuðust í fyrradag. Gosið hefur stækkað til norðausturs, segir fagstjóri náttúruvár. 

Tannlæknaskortur blasti við á Vestfjörðum og ákveðið var að ráðast í alþjóðlega auglýsingaherferð.  Tannlæknir frá Bretlandi hefur nú hafið þar störf. 

Kvöldfréttir hefjast klukkan 19.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV