Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Halda áfram viðræðum um kaup á Spútnik

epa09116977 A man receives a dose of Sputnik V vaccine against COVID-19 during the vaccination at the Arena 'Boris Trajkovski' in Skopje, Republic of North Macedonia, 05 April 2021. After new donation of 40,000 doses of the Sputnik V from Serbia, North Macedonia start its coronavirus disease (COVID-19) vaccination campaign of police officers, army and journalists with Russian Sputnik V vaccine.  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Íslensk stjórnvöld ætla að halda áfram viðræðum um kaup á rússneska bóluefninu Spútnik, hugsanlega í samstarfi við nágrannaþjóðir. Viðræðurnar eru á frumstigi og eru háðar markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í svari Heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.

Heilbrigðisráðuneytið hefur átt fundi þar sem rætt hefur verið um möguleg kaup á rússneska Spútnik bóluefninu fyrir Ísland. Jafnframt hefur verið rætt um kaup í samstarfi við nágrannaþjóðir og eru frekari viðræður fyrirhugaðar. Þetta kemur fram í svari Heilbrigðisráðuneytisins.

Meginforsenda

Í svarinu segir að þessar viðræður hafi ekki áhrif á þátttöku Íslands í Evrópusamstarfi um bóluefnakaup, enda sé bóluefnið Spútnik ekki meðal þeirra bóluefna sem Evrópusambandið hafi hingað til gert samninga um kaup á fyrir þjóðirnar sem taka þátt í samstarfinu.

Viðræður um möguleg kaup Íslands á bóluefninu Spútnik eru á frumstigi, segir í svari ráðuneytisins. Þá er jafnframt tekið fram að bóluefnið er ekki með markaðsleyfi í Evrópu, sem sé meginforsenda þess að hægt sé að taka bóluefnið í notkun hér á landi. Áfangamat á bóluefninu sé hins vegar hafið hjá Lyfjastofnun Evrópu.