Árekstur á Vesturlandsvegi en umferð annars gengið vel

07.04.2021 - 08:57
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Tveggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi við Korputorg í morgun og olli töfum á umferð.

Meiðsli fólks voru minni háttar en einn var fluttur til skoðunar á slysadeild. Skafrenningur og hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu en umferð hefur að mestu gengið vel, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. 

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri vaxandi austlægri átt og snjókomu eða éljum í dag. Í kvöld verða víða tíu til fimmtán metrar á sekúndu en á Norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Þar er gul veðurviðvörun í gildi. Frost 1-9 stig en hiti nálægt frostmarki suðvestan til á landinu.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV