Sóttvarnareglugerð sett í góðri trú

Mynd: RÚV / RÚV
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lagastoð skorti verði brugðist við því. Mikið velti á því hver niðurstaðan verður í Landsrétti; hann geti staðfest niðurstöðu héraðsdóms, snúið henni eða vísað málinu frá.

Allt að einu verði að huga að smitvörnum á landamærunum. Þær séu það sem málið snýst um og reglugerðin sem héraðsdómur taldi ólögmæta hafi verið sett í góðri trú en fara verði yfir lagaumhverfið.  Velferðarnefnd Alþingis átti langan fjarfund í dag með fjölda gesta sem um nýju sóttvarnarreglurnar og niðurstöðu héraðsdóms í gær. Sunna Valgerðardóttir ræddi við Svandísi undir kvöld, niðurstöðu Landsréttar er að vænta á morgun.