Barnalag frá Hafdísi Huld og Eden frá Auði ásamt Flona

Mynd: Hafdís Huld / Facebook

Barnalag frá Hafdísi Huld og Eden frá Auði ásamt Flona

06.04.2021 - 18:00

Höfundar

Páskarnir búnir og kominn tími til að kíkja á útgáfuna um og yfir hátíðarnar. Auður og Floni gáfu út þröngskífuna Eden og ein mest streymda tónlistarkona landsins sendi frá sér fyrsta lag af væntanlegri plötu fyrir börnin. Auk þess koma við sögu Greyskies, Kristín Sesselja, House of deLay and the Crown Jules, Már og Iva, Járnrós og Blóðmör.

Auður og Floni - Að morgni til

Þröngskífan Venus er samstarf tónlistarmannanna Flona og Auðar. Að sögn þeirra byrjaði ferlið með því að þeir unnu saman lagið Týnd og einmana. Því lagi gekk vel og því gengur enn vel og var fyrir stuttu tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta rapp- og hiphoplag ársins. Á Venus bætast við fjögur ný lög þar sem þeir rannsaka líðan sína, segja frá ástarævintýrum og mála myndir með mússík, eins og segir í tilkynningu frá útgefanda.


Greyskies - Rhoads

Föstudaginn 26. mars kom út lagið Rhoads með Greyskies sem er listamannsnafn Steinars Baldurssonar. Steinar er 25 ára lagahöfundur og upptökustjóri sem gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music og hefur gefið út lögin Numb og Hurts So Bad af plötu í fullri lengd sem kemur út seinna á þessu ári


Kristín Sesselja - What am I Supposed To Do

Þann 2. apríl fylgdi Kristín eftir plötuútgáfunni sinni með sínum fyrsta singúl, What am I Supposed To Do. Lag og texti eru eftir Kristínu en lagið pródúseraði Baldvin Hlynsson. Lagið er að sögn Kristínar Sesselju rokkað, algjört anthem og fullkomið fyrir þá sem eru í nýju sambandi þar sem allt gengur óvenjuvel.


House of deLay and the Crown Jules - Fake Up

House of deLay and the Crown Jules er samvinnuverkefni The Crown Jules og House of deLay þar sem The Crown Jules, eða Júlíus E. Juliusson, syngur og semur texta. Lagasmíðarnar eru síðan samvinna þar sem allir þátttakendur setja sitt mark á lögin en verkefnið hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma.


Már og Iva - Vinurinn vor

Tónlistarfólkið Iva og Már hafa sent frá sér lagið Vinurinn vor sem er partur af verkefni sem hefur verið í vinnslu frá því í fyrra og þau vonast til þess að létti landsmönnum lundina síðustu skrefin í gegnum þennan langa og dimma covid-vetur og inn í sumarið, eins og þau segja í tilkynningu.


Hafdís Huld - Sól sól skýn á mig

Tónlistarkonan Hafdís Huld gaf út nýjasta lagið sitt 2. apríl en það ábreiða af laginu Sól sól skín á mig. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu frá henni í vor sem ber heitið Vorvísur. Hafdís Huld er eflaust þekktust fyrir plötuna sína Vögguvísur sem er ein mest streymda plata á Íslandi á hverju ári.


Járnrós - Sofðu vel

Sofðu vel er fyrsta lag Járnrósar sem er verkefni tónlistarmannsins Jóns Jódísarsonar sem söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Velvet Villain. Jón byrjaði að vinna að verkefninu árið 2018 í Stúdíó Hljóðverk, en var aldrei viss um hvort hann myndi gefa efnið út. Hins vegar hafi honum þótt tilefni til þess eftir fráfall bróður síns, Mikaels Más, nýverið en hann notaði nafnið Járnrós


Blóðmör - Brennivín

Hljómsveitin Blóðmör hefur sent frá sér lagið Brennivín sem er eftir Hauk Þór Valdimarsson og er fyrsti singulinn af væntanlegri plötu þeirra, Í skjóli syndanna.