Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sprunga opnaðist skammt frá tjaldi Þorbjörns

Mynd með færslu
 Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Gossprungurnar sem opnuðust í Geldingadölum er um 200 metra frá tjaldbúðum þeim sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið úti undanfarnar tvær vikur. Í Facebook-færslu fagna björgunarsveitarmenn því að nýja sprungan opnaðist ekki nær því þá hefði getað farið illa.

Liðsmenn björgunarsveitarinnar voru fljótir á vettvang, tóku tjaldið og búnaðinn niður og komu í öruggt skjól.

Á Facebook-síðu sinni hvetja björgunarsveitarmenn fólk til að fylgjast gaumgæfilega með lokunum við gosstöðvarnar meðan viðbragðsaðilar og vísindamenn ná að meta ástandið.

„Nú má segja að ansi margar forsendur varðandi þetta eldgos séu brostnar. Nú þarf að endurskoða ýmsa hluti er varða öryggi og fleira og er sú vinna hafin. Það er nokkuð líklegt að þetta ástand muni vara í einhvern tíma og því engin ástæða til þess að æða uppeftir núna,“