Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Loftmyndir af nýju sprungunum

Mynd: Landhelgisgæslan / Landhelgisgæslan
Tvær nýjar sprungur opnuðust í dag við Fagradalsfjall. Flogið var yfir sprungurnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar og má sjá myndband sem tekið var í ferðinni í spilaranum hér að ofan. Talið er að önnur sprungan sé 200 til 300 metrar að lengd og hin nokkrir tugir metra.

Nákvæmari upplýsingar um stærð þeirra verða gefnar út af Veðurstofu Íslands í dag. Talið var að á milli fjögur og fimm hundruð manns hafi verið við gosstöðvarnar eða á leið þangað í dag þegar fyrri sprungan opnaðist. Strax var byrjað að rýma svæðið enda hætta á öðrum sprungum alls staðar þar sem kvikugangurinn liggur.  

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir