Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hratt flæði og engin fyrirstaða

05.04.2021 - 15:32
Mynd: Bragi Valgeirsson / RÚV
Hraunið úr nýju sprungunum norðan við Geldingadali flæðir um það bil tíu metra á sex og hálfri mínútu á jafnsléttu. Það flæðir ofan í Meradali.

Myndskeiðið sem fylgir fréttinni tók Bragi Valgeirsson, tökumaður RÚV.

„Það er svolítið hratt flæði og það er engin fyrirstaða þarna niðri,“ segir Bogi Adolfsson, björgunarsveitarmaður í vettvangsstjórn á gossvæðinu. Hann býst við að viðbúnaður á svæðinu verði endurskoðaður að einhverju leyti í ljósi nýrra vendinga. 

„Ég held það sé bara best að bíða og sjá hvað gerist, það er bara eina leiðin, að sjá hvað móðir jörð gerir,“ segir hann. 

Talið er að á milli fjögur og fimm hundruð manns hafi verið við gosstöðvarnar eða á leið þangað í dag þegar fyrri sprungan opnaðist, sem var um 200-300 metra löng. Og stuttu síðar opnaðist minni sprunga, nokkrir tugir metrar að lengd. Strax var byrjað að rýma svæðið enda hætta á öðrum sprungum alls staðar þar sem kvikugangurinn liggur.